Reglur

Live Darts Iceland deildin skiptist í 3 deildir, Meistaradeild, 1. deild og 2. deild. Eftirfarandi reglur gilda um allar deildirnar.

Deildirnar er einungis í boði fyrir leikmenn á Höfuðborgarsvæðinu og nágrenni ásamt Suðurnesjum. Ekki er spilað í gegnum internetið. Deildirnar eru ekki kynjaskiptar.

Hámarksfjöldi keppenda í hverri deild er 9 manns. Spilað er einföld umferð, einu sinni í viku á fimmtudögum, samtals 8 umferðir á hverju tímabili. Miðað er við að spila 3 tímabil á hverju ári. Tímabilin árið 2021 og 2022 eru:

2021
19. ágúst – 6. október
21. október – 9. desember
2022
13. janúar – 3. mars
18. ágúst – 5. október
20. október – 8. desember

2 neðstu keppendurnir í Meistara- og 1. deild falla niður um deild og 2 efstu keppendurnir í 2.- og 1. deild fara upp um deild að loknu hverju tímabili. Sá keppandi sem endar í efsta sæti verður krýndur meistari sinnar deildar það tímabilið. Sá keppandi sem sigrar Meistaradeildina verður krýndur Live Darts Iceland Meistarinn og fær í verðlaun 50.000kr og farandsbelti. Sigurvegarar 1.- og 2. deildar fá 25.000 kr. hvor í verðlaun (að því gefið að allar deildir innihaldi 9 keppendur).

Spilað er einu sinni í viku og eru leikdagar öll fimmtudagskvöld kl. 20:00. Spilað er 501, best af 20 leggjum í öllum deildum. Notast er við Dartconnect og skrá keppendur skor sitt sjálfir. Krafa er að allir keppendur séu með að lágmarki ókeypis gestaaðgang að Dartconnect. Hann er hægt að stofna með því að smella hér: https://www.dartconnect.com/join/

3 stig fást fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap. Við röðun í deildunum verður fyrst farið eftir fjölda stiga, þvínæst leggjahlutfalli, þvínæst head2head, þvínæst unnum leggjum og seinast er farið eftir meðaltali.

Fyrrnefndur leikmaður á leikjadagskrá er skráður sem heimalið og fer leikurinn fram á þeim heimavelli sem keppandinn skráði við skráningu. Leikvöllur hvers leik mun einnig koma fram á leikjadagskrá. Heimavöllur getur t.d. bílskúr, píluklúbbur eða pílufélag viðkomandi en heimavöllur þarf að vera rúmgóður og nægt pláss fyrir báða keppendur.

Keppendur geta frestað leik en þá þarf að vera búið að spila leikinn fyrir upphaf næstu umferðar. Mótherjinn kemur þá með tillögu að nýrri leikdagsetningu og ef sá sem frestaði leiknum getur ekki heldur keppt á þeirri dagsetningu þá tapar hann leiknum sjálfkrafa 11-0.

Þátttökugjald er 10.000kr per tímabil og þarf að greiðast áður en hvert tímabil hefst. Ef keppandi vill ekki taka þátt í næsta tímabili þá þarf að láta vita með tölvupósti til livedartsiceland@gmail.com að lágmarki 2 vikum áður en næsta tímabil hefst. Endurgreiðsla er ekki í boði hafi keppandi spilað amk. 1 leik í deildinni. Hætti keppandi á einhverjum tímapunkti eftir að deildin hefst þá skráist tap í öllum leikjum viðkomandi. Allir keppendur sem koma inn í deildina eftir að fyrsta tímabili lýkur þurfa að hefja leik í neðstu deild.